EMDR Setrið
Áfallameðferð
EMDR meðferð samanstendur af átta þrepum þar sem unnið er með fortíð, nútíð og framtíð. Fengist er við atvik/áföll/upplifun/kveikju úr fortíð sem geta úskýrt af hverju einstaklingur finnur fyrir óþægindum eða erfiðri upplifun í daglegu lífi. Meðferðin gerir það að verkum að minningar eiga ekki að valda lengur vanlíðan.
Hvað Er EMDR?
Á EMDRsetrinu starfar Sigríður Björnsdóttir, M.Sc. sálfræðingur og EMDR sérfræðingur (vottaður). Hún sérhæfir sig í úrlausn áfalla, bæði flókinna áfalla og vegna áfallastreituröskunar auk almennrar sálfræðiþjónstu.
Sigríður Björnsdóttir, M.Sc. Sálfræðingur
EMDR Setrið býður upp á fjarviðtöl
Fjarviðtöl henta t.d. vel þegar COVID er á ferðinni. Einnig henta þau fyrir einstaklinga sem búa úti á landi eða komast ekki í viðtal vegna einnhveirra annarra aðstæðna.
-
EMDR og TRE Helgarnámskeið
24. feb—25. feb 2024
Verð. 55.000 kr fyrir 1. febrúar
Verð 65.000 kr eftir 1. febrúar
Á þessu námskeiði fær þátttakandinn tækifæri til að vinna með og auka þekkingu og færni fyrir eigin heilsu. Afleiðingar áfalla og streituvaldar eru meðal viðfangsefna á námskeiðinu auk margs annars sem getur leitt til betri heilsu og bættra lífsgæða. -
HÓPANÁMSKEIÐ Í EMDR OG TRE
ÁTTA VIKUR
24. janúar - 14. mars 2025
Verð. 149.000 kr
Á þessu námskeiði er áhersla lögð á að kenna fólki að tengja betur saman huga og líkama fyrir aukna hæfni til að takast á við streitu, verki og vanlíðan.
Markmið námskeiðsins:
Byggja upp og styrkja einstaklinga til úrvinnslu áfalla.
Auka þol líkamans fyrir tilfinningalegu jafnvægi.
Efla lífsgæði og auka vellíðan. -
Foreldra-hópmeðferð
Valdeflandi EMDR námskeiðið styður foreldra til að nota úrræði sem mun leggja grunninn að aukinni getu í tengslamyndun og jákvæðum uppeldis aðferðum.
Hópurinn hittist einu sinni í viku
í 2 vikur.
Dagsetningar fyrir næsta námskeið
auglýst síðar.