Valdeflandi EMDR námskeið fyrir foreldra og aðstandendur barna
Valdeflandi EMDR námskeið sem styður foreldra til að nota úrræði sem mun leggja grunninn að aukinni færnií tengsla- og uppeldis aðferðum. Notaðar eru myndir og myndlíkingar og endumat til að fræða foreldra um flókin samskipti eins og tilfinningatengsl, speglun og fleira. Námskeiðið GPEP (Group Parent Empowering Protocol)er þróað af Ana Gomez og er byggt á GTEP, Elaan Shapiro (Resource Development and Installation protocol (Korn & Leeds).
Dags: Næsta námskeið auglýst síðar.
Verð: 30.000kr
Verð: 45.000kr fyrir tvo af sama heimili
Staðsetning: Skrifstofa Barnaheilla, Fákafeni 9, 2 hæð.
leiðbeinandi
Sigríður Björnsdóttir M.Sc. Sálfræðingur og EMDR sérfræðingur
Hvað er EMDR hópmeðferð?
EMDR hópmeðferð er frábrugðin hefðbundinni hópmeðferð að því leyti að þátttakendur vinna sjálfstætt og ræða ekki áfallasögu sína við aðra. EMDR hópameðferð krefst ekki að aðilar í hópnum séu að vinna með sama vanda. Þannig forðast einstaklingar hvers kyns aukakveikjur, komast framhjá mögulegum félagslegum kvíða sem tengist því að tala í hópi og hagnast af þeim jákvæða ávinningi sem sameiginleg hópaupplifun getur verið (Yalom, 1970).
Meira um Sigríði
Sigríður hefur starfað á einkareknum sálfræðistofum frá útskrift M.Sc í sálfræði frá HR 2018. Hún er í reglulegri handleiðslu bæði hjá íslenskum og erlendum handleiðurum og tekur markvisst þátt í þjálfun og endurmenntun á EMDR meðferðarforminu og mikilvægri sérhæfingu því tengdu.Hún sérhæfir sig í úrlausn áfalla, bæði flókinna áfalla og vegna áfallastreituröskunar auk almennrar sálfræðiþjónstu. Nánari upplýsingar um Sigríði og EMDRsetrinu hér.
UMSÖGN UM EMDR HÓPNÁMSKEIÐ
Mér fannst námskeiðið gefa góða innsýn inn í þetta ferli sem EMDR meðferðin er. Mér fannst ég fá dýpri skilning með því að sjá þetta svona myndrænt fyrir framan mig á blaði og hafa það skriflegt. Ég var pínu kvíðin fyrir að vera í þessu með hóp en svo kom það mér á óvart að það var svo alls ekki óþægilegt og það var gott að heyra smá frá öðrum líka til að samhæfa upplifanir af þessu. Námskeiðið var frábær viðbót við EMDR einstaklingsmeðferðina og gefur enn betri skilning á þessu ferli.
Mér fannst Sigríður skapa mjög öruggt umhverfi fyrir mig og hópinn. Fyrirmæli voru skýr og ég upplifði mig örugga og fannst ég skilja hluti vel. Það tók stundum smá á að taka þátt sem hluti af hópi en virkaði líka hollt.Tímarnir voru passlega margir það var gott að taka alltaf fyrir þrjú atvik þá myndaðist pláss fyrir atvik sem ég flokka ekki sem stór áföll heldur mylsnu – litlar vísbendingar um flóknari heild, sem mér fannst gott. Þetta gaf mér mjög mikið. Takk kærlega fyrir mig.