Meðferð

EMDR meðferð samanstendur af átta þrepum þar sem unnið er með fortíð, nútíð og framtíð. Fengist er við atvik/áföll/upplifun/kveikju úr fortíð sem geta úskýrt af hverju einstaklingur finnur fyrir óþægindum eða erfiðri upplifun í daglegu lífi. Meðferðin gerir það að verkum að minningar eiga ekki að valda lengur vanlíðan.

HVAÐ GERIST Í TÍMANUM?

Byrjað er á því að fara yfir hvað það er sem einstaklingur vill vinna með eða fást við. Fjallað er um áfallasögu og metið hvaða leiðir manneskjan kann til að bæta líðan sína.  Kenndar eru leiðir til að gera líðan sína betri, áður en áfallavinna hefst. EMDR meðferðin getur reynt á, en flestir finna fljótt mun á líðan sinni.

tímafjöldi meðferðar

Ef vinna á úr einu tilteknu áfalli, t.d. einstöku slysi, tekur meðferðin skemmri tíma. Ef um endurtekin atvik eða áföll í æsku er að ræða, getur þurft lengri undirbúningstíma. Klínskar leiðbeiningar telja að 8 - 12 meðferðartíma þurfi fyrir áfallameðferð en fleiri tíma ef um mörg áföll er að ræða. Þegar um flóknari áföll er að ræða, og endurtekið andlegt - líkamlegt - kynferðisofbeldi er til staðar tekur meðferðin lengri tíma. Boðið er upp á fleiri leiðir til að vinna við slík áföll, ( t,d, vikumeðferð eða ítarmeðferð).

Skjólstæðingur finnur yfirleitt fyrir miklum létti í kjölfar úrvinnslu og vellíðan í líkamanum eykst. Þá tala sumir um að sjá sig sjálfa í nýju ljósi og neikvæð viðhorf til sín, annarra eða lífsins almennt breytist. Einnig geta fengist hjálplegri og uppbyggileg viðhorf sem styrkja einstakling. Nánar um EMDR á EMDR.is

Athugaðu hvort EMDR sé rétt fyrir þig.

Ertu tilbúinn að byrja?